Vísur um Davíð Oddsson

Hannes Hólmsteinn

 mærir Davíð

 

Víst ertu Davíð, kóngur klár

 

Víst ertu Davíð, kóngur klár,

krýndur seðlum í fjölmörg ár.

Kóngur braskara, kóngur vór.

Kóngur spillingar tignarstór.

Ó, Davíð, mér fannst dýrleg gjörð,

að drekka skál þína, halda vörð . . .

. . . þegar þú bauðst mér bankaráð,

bölvaði fólkið þeirri dáð.

 

Þér hef ég ætíð stillt á stall.

Stórbrotinn ertu, slunginn, snjall.

Eftirlaun færðu fyrir snilld.

Flónskan er snilli ekkert skyld.

 

Frelsaður er ég – finn ég glöggt.

Friedman og Hayek birtast snöggt.

Þú vildir heldur velja mig,

en vitleysinga sem lasta þig.

 

Þér skjátlast aldrei, skýr og klár.

Skáldlegur mjög í fjölmörg ár.

Smjörklípum óðar smurðir á,

smámenni sem þig vilja hrjá.

 

Davíð, ég kýs og krossa nú.

Krýp svo í bæn í sannri trú.

Vald þitt er heilagt! – Vittu til!

Vinur er ég í hríðarbyl!

 

Davíð

 

Ég veit svo margt, en má þó ekkert segja.

Mér líður illa, ef ég verð að þegja.

Mér þykir leitt að lifa einn í hatri,

Laun mín vil ég fá – og það í snatri!

 

Ég forðum vann sem vitrir þegnar muna,

og vildi stjórna dansinum í Hruna.

En fjandinn kom og kippti’ í sína spotta.

Í kút ég hrökk, er fólkið barði potta.

 

Ég er svo klár og kann um flest að makka.

Í kerskni gat ég látið mestallt flakka.

Því vöktu orð mín undrun sem og kæti.

Ekki skil ég þessi köll og læti.

 

Nú hrópar fólkið: – “Farðu burt í skyndi!”

Fæstir sækjast bara eftir vindi.

Ég þráði völd og vildi fá að ráða.

Vinir mínir hvöttu mig til dáða.

 

Ég vildi græða gnótt og safna auði,

og geta lifað – ekki samt af brauði.

Ég á nú rétt á rífum eftirlaunum.

Ræflar mega gæða sér á baunum.

 

Hún Jóka sendi Seðlabankastjórum . . .

. . . soldið bréf og taldi upp að fjórum.

“Elsku Davíð, drekktu þér til vanza.

Dettu í það! – Farðu út að dansa!”

 

 



Athugasemdir

1 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Þú hefðir átt að setja þetta inn þegar að Davíð var að fara úr Seðlabankanum. Þá hefði það verið hot!

En flottar vísur hjá þér Siggi minn þú ert misskilinn efnaskáld sem mætti sannarlega fá fullt af vísum og efni þínu birt á opinberum vettfangi! Hér er tækifærið og notfærðu þér það!

Kær kveðja,

Guðni Karl

Guðni Karl Harðarson, 14.6.2009 kl. 17:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigurður Þór Bjarnason
Sigurður Þór Bjarnason

Um bloggið

Skalaglamm

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Siggi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband